Nýjast á Local Suðurnes

Nesfiskur fékk sekt vegna verkfallsbrota – “Enginn sem er í verkfalli er á sjó”

Frá fiskvinnslu Nesfisks

Nesfiskur í Garði hefur verið sektað vegna verkfallsbrots um borð í skipi útgerðarinnar. Skip fyrirtækisins heita Sigurfari GK 138 og Siggi Bjarna GK 5. Magnús Magnússon, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis segir í samtali við RÚV að ljóst að verið sé að fremja verkfallsbrot um borð í Sigurfara en enn sé verið að kanna málin um borð í Sigga Bjarna.

Magnús segir að fátt hafi verið um svör hjá skipverjum á Sigurfara þegar haft var samband við þá í dag, en þar sé málið ljóst, enginn matsveinn sé um borð, en samkvæmt kjarasamningi sé skylt að hafa matsvein um borð. Matsveinninn sé hins vegar í verkfalli og það sé verkfallsbrot að fara án hans á sjó.

Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri Nesfisks, hafði ekki heyrt af málinu þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Hann sagði hins vegar að verkfallsrétturinn sé virtur hjá fyrirtækinu og að enginn starfsmaður fyrirtækisins sem sé á sjó sé í verkfalli.