Nýjast á Local Suðurnes

Mikill eldur í íbúðarhúsi í Garði – Mikið eignatjón

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja er þessa stundina með mikinn viðbúnað í Garði, en eldur logar í íbúðarhúsnæði við Sunnubraut. Slökkviliðið var kallað út um klukkan 21 í kvöld vegna elds í bílskúr, eldurinn náði svo að teygja sig yfir í íbúðarhúsnæðið.

Mikill eldur var í bílskúr og þaki hússins þegar slökkviliðið mætti á vettvang eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Slökkvistarfi lauk um miðnættið og ljóst er að eignatjón er mikið. Vakt er við húsið og verður fram á nótt. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.

eldsvodi gardur