Nýjast á Local Suðurnes

Nýtt myndavélakerfi tekið í notkun við Hafnargötu

Undanfarna mánuði hefur Reykjanesbær og lögreglan á Suðurnesjum unnið að endurnýjun myndavélakerfis við Hafnargötu. Gamla kerfið var frá árinu 2007 og kominn tími á að skipta því út í takt við nýja tækni. Nú er öll Hafnargatan vörðuð myndavélum til þess að auka öryggi íbúa og gesta.

Í samkomulagi sem gert hefur verið við veitingamenn og lögregluna á Suðurnesjum er kveðið á um að Reykjanesbær skuli sjá til þess að Hafnargatan sé vöktuð með myndavélakerfi. Lögreglan hefur eftirlit með vöktuninni allan sólarhringinn.