Nýjast á Local Suðurnes

Rannsaka upplýsingaleka lögreglunnar á Suðurnesjum til blaðamanns

Lög­menn Magnús­ar Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon í Helguvík, telja að Atli Már Gylfason, fyrrverandi blaðamaður á DV hafi haft óvenju greiðan aðgang að upp­lýs­ing­um varðandi árekstur forstjórans fyrrverandi á Reykjanesbraut, en Magnúsi var gert að hafa ekið Teslu bifreið sinni á 183 kíló­metra hraða og valdið slysi. Lög­reglu­stjór­an­um á Vest­ur­landi hefur verið falið að rann­saka upp­lýs­ingalekann.

DV birti ítarlegar fréttir af málinu og telja lögmenn Magnúsar að upplýsingarnar hlytu að koma frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um, sem rann­sakaði málið í fyrstu, eða héraðssak­sókn­ara sem tók við rann­sókn­inni. Frá þessu er greint á vef mbl.is og í samtali við vefinn staðfesti ritstjóri DV að hann, ábyrgðarmaður blaðsins og blaðamaðurinn, Atli Már, hafi mætt til skýrslutöku vegna þessa.