Nýjast á Local Suðurnes

Hreinsuðu rusl frá Innri-Njarðvík að Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Ljósm.: Blái herinn

Íbúar í Innri-Njarðvík, íbúar á Ásbrú og Blái herinn stóðu að hreinsunarátaki á laugardag og var nokkrum gámum af rusli komið í eyðingu hjá Kölku.

Íbúar á Ásbrú og í Innri-Njarðvík hreinsuðu rusl í nærumhverfi sínu, en Blái herinn stóð að hreinsun meðfram vallargirðingunni, frá Ásbrú að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Alls komu á fimmta tug íbúa og sjálfboðaliða Bláa hersins að verkefnunum, sem þóttust takast vel. Þá lét Reykjanesbær sitt ekki eftir liggja og útvegaði gáma og ruslapoka og tók að sér förgun á ruslinu.

Mynd: Skjáskot Facebook/ Íbúar Innri-Njarðvíkur

Mynd: Skjáskot Facebook/ Íbúar Innri-Njarðvíkur