Nýjast á Local Suðurnes

Keilir fékk 15 milljóna króna styrk vegna þjálfunar flugvirkjanema í Skotlandi

Mynd: Keilir

Rannís hef­ur út­hlutað tæp­lega 400 millj­ón­um króna, í náms- og þjálf­un­ar­styrki úr mennta­hluta Era­smus+, mennta- og æsku­lýðsáætl­un­ar ESB. Einn skóli á Suðurnesjum var á meðal styrkþega að þessu sinni, en Keil­ir Aviati­on Aca­demy fékk tæplega 15 milljónir króna vegna verk­legr­ar þjálf­un­ar flug­virkja­nema í Skotlandi.

Era­smus+, mennta- og æsku­lýðsáætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins, er stærsta áætl­un í heimi á þessu sviði. Ísland fær árið 2017 um 8 millj­ón­ir evra eða ríf­lega 900 millj­ón­ir til ráðstöf­un­ar í verk­efnistyrki á sviðum mennt­un­ar og æsku­lýðsmá­l­efna, þar af eru um 650 millj­ón­ir til mennta­hlut­ans.