Nýjast á Local Suðurnes

Herinn býður út þriggja ára verkefni – Einingis íslenskir og bandarískir verktakar fá að taka þátt

Bandaríski herinn hefur ákveðið að bjóða út verkefni á Keflavíkurflugvelli vegna fyrirhugaðrar komu kafbátaleitarflugvéla til landsins. Einungis íslenskir og bandarískir verktakar frá tækifæri á að bjóða í framkvæmdirnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Kostnaður við framkvæmdirnar nema 1,7 milljarði íslenskra króna en þær snúast um hönnun og verkframkvæmd vegna breytinga á flugskýli 831 og hönnun og byggingu sjálfvirkrar þvottastöðvar fyrir flugvélar, segir á vef RÚV, en þar kemur einnig fram að framkvæmdatíminn verði á þriðja ár.