Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi í sóttkví og missir af leiknum gegn Ungverjalandi

Arnór Ingvi Traustason leikur ekki með íslenska landsliðinu í fótbolta í leiknum mikilvæga gegn Ungverjalandi á fimmtudaginn. Arnór Ingvi er í sóttkví eftir að liðsfélagi hans hjá Malmö greindist með kórónuveiruna.

Frá þessu er greint á helstu fréttamiðlum landsins og vísað í tilkynningu KSÍ þessa efnis.