Nýjast á Local Suðurnes

Már Gunnarsson með þrjú Íslandsmet á Malmö Open

Sundkappinn Már Gunnarsson stendur í stórræðum erlendis um þessar mundir, en kappinn tekur þátt í Malmö Open. Már er að gera góða hluti á mótinu en þar er hann við keppni með sundfólki úr NES.

Má hefur gengið afar vel á mótinu hingað til og hefur hann sett þrjú Íslandsmet.