Nýjast á Local Suðurnes

Til vandræða á bílastæðum við gossvæðið

Tveir hópar er­lendra ferða­manna voru til vand­ræða við eitt bíla­stæðið á gos­stöðvum við Litla-Hrút í gær

Þetta kemur fram í til­kynningu lög­reglunnar á Suður­nesjum, en í tilkynningunni segir að hóparnir hafi verið til vand­ræða. Þeir hafi rifið niður lög­reglu­borða á bíla­stæði við gos­stöðvarnar og var snúið við af lög­reglu. Ekki eru frekari upp­lýsingar um at­vikið í til­kynningu lög­reglu.

Þar segir jafnframt að flestir sýni því skilning að að­gangur að inn á gossvæðið sé tak­markaður. Lög­reglu­menn, land­verðir og sjúkra­flutninga­menn verða á svæðinu í dag og þá sinna björgunar­sveitir þar út­köllum en verða ekki að stað­aldri.

Svæðið verður opið í dag en loki klukkan 18:00, segir í tilkynningunni.