Nýjast á Local Suðurnes

Dregur úr skjálftavirkni og landrisi

Dregið hefur úr skjálftahrinunni við Reykjanestá að undanförnu. Síðast mældist skjálfti að stærð 2,7 tæplega 6 km NNA af Reykjanestá um miðnætti þann 24. febrúar.

Veðurstofan varar enn við hellaskoðun við Eldvörpin á Reykjanesskaganum,G en gasmælingar þar síðastliðinn fimmtudag, 20. febrúar, sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisskort í helli við bílastæði þaðan sem eru vinsælar gönguleiðir.

Þá hefur dregið úr landrisi á svæðinu en ennþá mælist aflögun.