Nýjast á Local Suðurnes

Vilja taka upp hvatagreiðslur fyrir eldri borgara

Öldungaráð Reykjanesbæjar telur vert að skoðað verði að taka upp hvatagreiðslur fyrir eldri borgara, sérstaklega þá efnaminni.

Hugmyndin var rædd á fundi ráðsins í gær og kom fram á honum að verði hugmyndin að veruleika yrðu reglur um hvernig nýta megi hvatagreiðslurnar með sama hætti og hvatagreiðslur fyrir börn.