Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða bæjarbúum að stíga sín fyrstu menningarlegu skref

 Í menningarhúsinu Kvikunni hafa allir jafna möguleika til að láta ljós sitt skína og er húsið er til dæmis tilvalið fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref. Húsið býður þannig upp á að halda námskeið, tónleika, uppistand eða ljósmyndasýningu, segir í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar.

Vinna við vordagskrá Kvikunnar er hafin og er auglýst eftir umsóknum um fjölbreytta viðburði til lengri eða skemmri tíma. Hægt er að senda inn ábendingar og góðar hugmyndir nafnlaust hér

Húsið er opið mánudaga til laugardaga kl. 11:00-17:00. Alla miðvikudaga eru viðburðir í húsinu opnir almenningi. Haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík má nálgast hér

Fyrir nánari upplýsingar, spurningar og spjall er best að hafa samband við Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs gegnum netfangið eggert@grindavik.is