Nýjast á Local Suðurnes

María Rán fyrsti kvenkyns leikmaðurinn sem semur við Njarðvík

María Rán Ágústsdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Njarðvíkur. María er fyrsti kvenkyns leikmaðurinn sem félagið semur við.

María Rán er 16 ára uppalin í Njarðvík og hefur verið mjög mikilvægur hlekkur og fyrirmynd í uppgangi kvennaboltans í yngri flokkum í Njarðvíkur. Á örfáum árum hefur iðkendafjöldi hjá stelpum í félaginu farið úr örfàum í 100 og ennþá er að fjölga.

Njarðvíkingar geta klárlega glaðst yfir þessum tíðindum að samið hefur verið við fyrsta kvenkyns leikmanninn, vonandi fyrsta af mörgum, segir í tilkynningu frá félaginu.