Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar semja við nýjan Kana

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við 26 ára miðherja, Marquise Simmons frá Bandaríkjunum, um að leika með liðinu í vetur. Þetta kom fram í fréttum stöðvar 2 í kvöld.

Simmons sem er 203 cm á hæð hefur undanfarið leikið í efstu deildinni í Hollandi þar sem hann hefur skorað 16 stig og tekið 8 fráköst að meðaltali í leik.