Nýjast á Local Suðurnes

Stefna á öll 18 mánaða börn fái leikskólapláss – Stækka þá leikskóla sem þarf

Reykjanesbær stefnir á að innan þriggja ára verði hægt að bjóða að lágmarki öllum 18 mánaða börnum og eldri upp á leikskólavist í leikskólum bæjarins.

Reykjanesbær stefnir þannig á að stækka alla leikskóla í bæjarfélaginu þar sem öll leikskólapláss eru nýtt, til þess að geta boðið 18 mánaða börnum pláss. Þetta kom fram í svari Fræðsluráðs Reykjanesbæjar við fyrirspurn Skóla ehf., sem reka heilsuleikskólann Skógarás, en fyrirtækið óskaði eftir eftir viðræðum og samstarfi við Reykjanesbæ um að stækka leikskólann þannig að mögulegt verði að taka inn yngri börn en nú er gert.

Fræðsluráð hefur falið fræðslusviði að eiga í viðræðum við fyrirtækið um mögulegar leiðir til þess að bjóða 18 mánaða börnum leikskólavist.