Miðar á undanúrslit Maltbikarsins í forsölu

Keflvíkingar mæta Snæfelli í undanúrslitum Maltbikars kvenna næstkomandi fimmtudagskvöld í Laugardalshöllinni og er hægt að nálgast miða í forsölu hjá TM við Hafnargötu 31 alla virka daga fram að leik.
Í tilkynningu frá Keflvíkingum kemur fram að séu miðar keyptir í forsölu renni allur ágóði af sölunni til Körfuknattleiksdeildarinnar. Miðaverð er 1500 krónur fyrir fullorðna en 500 krónur fyrir börn á aldrinum 6-16 ára.