Nýjast á Local Suðurnes

Enn frítt á leiki Keflavíkur í körfunni – Stjarnan kemur í heimsókn á fimmtudag

Keflvíkingar fá Stjörnuna í heimsókn í TM höllina fimmtudaginn 17. desember. Þetta verður síðasti leikurinn á árinu 2015 og mun hann ráða því hverjir verða á toppnum yfir áramótin.

Því er tilvalið að blása til veislu í TM höllinni en SOHO veisluþjónusta hefur ákveðið að bjóða öllum frítt á leikinn. Hamborgarar verða grillaðir fyrir leik og því þarf enginn að hafa áhyggjur af kvöldmatnum fimmtudagskvöldið.

Í gegnum tíðina hefur Keflavík og Stjarnan oft eldað grátt silfur saman og myndast hefur skemmtilegur rígur milli liðanna. Sem stendur er Keflavík í 1. sæti Dominosdeildarinnar en Stjarnan í því þriðja, tveimur stigum á eftir Keflavík og KR. Því er ljóst að með sigri getur Keflavík styrkt stöðu sína í toppbaráttunni.

Stefnt er á að fylla TM-höllina enda um sannkallaðan stórleik að ræða og þar sem frítt verður inn hvetjum við fólk til að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti.