Nýjast á Local Suðurnes

Beint flug á milli Riga og Keflavíkur í sumar

AirBaltic hefur bæst á listann yfir þau flugfélög sem hafa boðað flug til Íslands næsta sumar en nokkur flugfélög hafa frá því í haust tilkynnt um komu sína til Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fra, á vefnum alltumflug.is.

Lettneska flugfélagið airBaltic mun hefja flug hingað frá og með 28. maí og verður flogið beint frá Riga til Keflavíkur.

„Með þessari nýju flugleið mun bjóðast einstakt tækifæri á að skoða Reykjavík sem er ein magnaðasta borgin á Norðurlöndum þar sem er að finna hrífandi landslag og fallega náttúru. Á sama tíma munu ferðamenn frá Íslandi fá tækifæri til að fljúga til baltnesku landanna“, hefur alltumflug.is eftir Wolfgang Reuss hjá air Baltic.

Flogið verður með vélum af gerðinni Boeing 737-300 tvisvar í viku en áætlaður flugtími er um 4 klukkustundir og fimm mínútur og munu fargjöld kosta frá 19.600 krónum aðra leiðina með sköttum.

AirBaltic býður upp á áframhaldandi flug til 60 áfangastaða til Evrópu, Miðausturland, Rússlands og til landa fyrrum Sovíetríkjanna en félagið flýgur m.a. til Abu Dhabi, Minsk, Moskvu, Tashkent, Tbilisi auk fjölda annarra borga.