Nýjast á Local Suðurnes

Sara hefur keppni á morgun – Sjáðu keppnistímana hér!

Mynd: Facebook DFC

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur leik á Heimsleikunum í crossfit á morgun, 3. ágúst. Keppnistímarnir og hluti af keppnisgreinum hafa verið gefnir upp og er hægt að sjá þá hér fyrir neðan.

Þá er hægt er að nálgast beinar útsendingar frá öllum greinum endurgjaldslaust á heimasíðu leikanna og á Facebook.

Röð keppenda er að þessu sinni ákvörðuð á úrslitum í hjólareiðakeppni, en tími keppenda ræður því í hvaða riðlum þeir lenda. Brautina og útlistun á hvernig sú keppni gengur fyrir sig má sjá hér fyrir neðan.