Nýjast á Local Suðurnes

Svikahrappar selja vörur í nafni Ragnheiðar Söru

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir á miklum vinsældum að fagna í crossfit og kraftlyftingaheiminum og hefur meðal annars lent í efstu sætum Heimslekanna í crossfit undanfarin ár. Óprúttnir aðilar hafa undanfarið verið að nýta sér velgengni íþróttkonunnuar frægu með því að bjóða æfingaprógrömm til sölu á veraldarvefnum.

Ragnheiður Sara greinir frá þessu á facebook-síðu sinni og bendir aðdáendum sínum á að kaupa ekki þessa vöru eða þjónustu, sem þarna er í boði og biður um hjálp við að fá Facebook-síðu sem auglýsir vörurnar lokað, en það er hægt að gera með því að senda tilkynningu á Facebook.