Friðrik nýr formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur
Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar UMFN fór fram í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem Friðrik Pétur Ragnarsson var einróma kjörinn nýr formaður deildarinnar á fjölmennum aðalfundi. Páll Kristinsson var skipaður varaformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar.
Róbert Þór Guðnason fráfarandi sem starfandi formaður KKD UMFN flutti skýrslu stjórnar á aðalfundi og Aðalheiður Hilmarsdóttir fór yfir ársreikning deildarinnar.
Athyglisvert: Senda allar vörur frítt heim á Suðurnesjum
Ný stjórn Körfuknattleiksdeildar UMFN er eftirfarandi:
Formaður: Friðrik Pétur Ragnarsson
Varaformaður: Páll Kristinsson
Gjaldkeri: Sigurbjörg Jónsdóttir
Ritari: Jón Björn Ólafsson
Meðstjórnandi: Emma Hanna Einarsdóttir
Meðstjórnandi: Helga Jónsdóttir
Meðstjórnandi: Jakob Hermannsson
Varastjórn:
Skúli Björgvin Sigurðsson
Berglind Kristjánsdóttir
Helga Guðmundsdóttir
Haukur Einarsson