Nýjast á Local Suðurnes

Halldór nýr formaður Kkd. Njarðvíkur

Halldór Rúnar Karlsson tók við sem formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur á aukaaðalfundi deildarinnar í gærkvöldi. Halldór hefur síðustu ár verið einn af aðstoðarþjálfurum meistaraflokks karla en hann á að baki 200 leiki með Njarðvík í úrvalsdeild.

Halldór tekur við af Kristínu Örlygsdóttur en Krístin og fimm aðrir stjórnarliðar létu af störfum við fundinn í gær, segir í tilkynningu á vef Njarðvíkur. Í formannstíð Kristínar varð kvennalið Njarðvíkur Íslandsmeistari tímabilið 2021-2022 en karlaliðið varð einnig bikarmeistari og deildarmeistari.

Út úr stjórn gengu þau Kristín Örlygsdóttir, Teitur Örlygsson, Gunnar Örlygsson, Agnar Mar Gunnarsson, Brenton Birmingham og Einar jónsson.

Ný stjórn deildarinnar sem var kjörin einróma við aukaaðalfundinn í gær skipa þá:

Halldór Karlsson – formaður

Meðstjórnendur:
Vala Rún Vilhjálmsdóttir
Hafsteinn Sveinsson
Geirný Geirsdóttir
Jón Haukur Hafsteinsson
Eyrún Ósk Elvarsdóttir
Ólafur Bergur Ólafsson

Varastjórn
Emma Hanna Einarsdóttir
Árni Einarsson
Margrét Sörensen
Ragnar Þór
Hilmar Þór Ævarsson
Ísak Ragnarsson