Nýjast á Local Suðurnes

Húsnæðisverð í hæstu hæðum – Bjóða eldri borgurum fermeterinn á 430.000 krónur

Smárinn fasteignamiðlun auglýsir íbúð, sem ætluð er eldri borgurum, á tæplega 30 milljónir króna. Um er að ræða tæplega 70 fermetra íbúð við Vallarbraut í Njarðvík og eru íbúðareigendur háðir samþykktum Byggingarfélags eldri borgara á Suðurnesjum, það er að segja að þeir einir geta keypt íbúðina sem eru orðnir 55 ára og eldri.

Fermetraverðið á íbúðinni sem um ræðir er því rétt um 430.000 krónur, en íbúðin er 2ja herbergja og á jarðhæð.