Nýjast á Local Suðurnes

Vilja bæta hæð ofan á Hafnargötu 51 – 55

BLUE Eignir ehf. hafa óskað eftir heimild frá Reykjanesbæ til að bæta einni hæð ofan á Hafnargötu 55. Húsið er í dag á tveimur hæðum með léttu þaki, en með breytingu verður heimilt að byggja þriðju hæðina allt að 3.3m, frá núverandi þakkanti auk lyftuhúss sem yrði 60 sentimetrum hærra.

Samkvæmt erindi félagsins verður stækkunin nýtt sem þjónustu- og skrifstofuhúsnæði.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti að senda umrædda hækkun hússins í grenndarkynningu.