Nýjast á Local Suðurnes

Bæjarstjóri vinnur í ráðningu bæjarstjóra

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að ganga til samstarfs við Hagvang um ráðningu bæjarstjóra, en núverandi bæjarstjóri, Ásgeir Eiríksson, mun láta af störfum á næstunni að eigin ósk. Leitað var tilboða í verkefnið og átti Hagvangur lægsta tilboðið.

Á fundinum bæjarráðs voru jafnframt lögð fram drög að auglýsingu um starfið, sem ráðið samþykkti. Bæjarstjóra var svo í kjölfarið falin áframhaldandi úrvinnsla málsins.