Nýjast á Local Suðurnes

Isavia hættir notkun á einnota drykkjar- og matarílátum

Isavia stefnir á að lágmarka notkun plastumbúða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hætta innkaupum á einnota drykkjar- og matarílátum.

Þá stefnir fyrirtækið á að hlutfall flokkaðs úrgangs verði 40% í lok þessa árs, 55% árið 2025 og 70% árið 2030.

Aðgerðir fyrirtækisins í umhverfismálum miða þannig að því að dregið verður úr magni umbúða utan um vörur, tæki og búnað sem kemur inn í flugstöð og á flugvallarsvæði. Innkaupum á einnota drykkjar- og matarílátum verði hætt og innkaupum á áhöldum úr plasti einnig. Notkun á plastumbúðum verði lágmörkuð og áhersla lögð á aðgerðir gegn matarsóun.