Nýjast á Local Suðurnes

Fyrsta Kjörbúðin opnar í Sandgerði í dag

Fyrsta Kjör­búðin verður opnuð í Sand­gerði í dag, en öllum verslunum Sam­kaupa, sem bera nöfnin Úrval og Strax verður breytt á næst­unni. Þetta er gert í kjölfar könnunar sem fyrirtækið gerði á meðal um 4.000 viðskiptavina sinna.

Hönn­un nýju keðjunn­ar hef­ur verið byggð á niður­stöðum könn­unin­ar, út frá þörf­um og ósk­um viðskipta­vina Sam­kaupa og munu breyt­ing­arn­ar á öllum 29 verslunum keðjunnar standa yfir til loka árs­ins 2017.