Nýjast á Local Suðurnes

Færri fá fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Í júlí 2021 fengu 140 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 20.688.260. Í sama mánuði 2020 fengu 142 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 21.116.230. Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð hefur fækkað um 1,4% milli júlímánaðar 2020 og 2021. þetta kemur fram í fundargerð Velferðarnefndar sveitarfélagsins.

Í ágúst 2021 fengu 124 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 19.023.752. Í sama mánuði 2020 fengu 146 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 20.578.236. Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð hefur fækkað um 15% milli ágústmánaðar 2020 og 2021.