Nýjast á Local Suðurnes

Hallgrímur hættir hjá Njarðvík – Ragnar tekur við kvennaliðinu

Mynd: Skjáskot/RÚV

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari kvennaliðsins hafa komist að samkomulagi um það að Hallgrímur stígi til hliðar sem þjálfari liðsins. Hallgrímur tók við þjálfun liðsins í byrjun vetrar og náði að komast með liðið í undanúrslit bikarkeppninnar. Liðið vann þó engan leik undir stjórn Hallgríms í Dominos-deildinni.

Árangur liðsins hefur því verið undir væntingum bæði stjórnar og þjálfarans, segir í tilkynningu frá Njarðvík, og var það hugur beggja aðila að tími væri komin á að slíta samstarfinu.

Ragnar Halldór Ragnarsson mun stýra liðinu til loka tímabils í það minnsta en Ragnar var aðstoðarþjálfari liðsins á síðasta tímabili.