Nýjast á Local Suðurnes

Telja umfang fjársvika vera 605 milljónir króna

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Í skýrslu sem byggir á skoðun KPMG á gögnum úr bók­haldi United Sil­icon og upp­lýs­ingum sem stjórn­endur og end­ur­skoð­endur veittu KPMG við skoð­un­ina kemur fram að talið sé að fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður félagsins, Magnús Garðarson hafi dregið sér fé upp á 4,8 millj­ónir evra, eða 605 millj­ónir króna á núver­andi gengi.

Í skýrsl­unni er meint fjár­mála­mis­ferli Magn­úsar rakið ítar­lega, en United Sil­icon kærði hann til hér­aðs­sak­sókn­ara vegna gruns um stór­felld auðg­un­ar­brot og skjala­fals allt frá árinu 2014. Kjarninn fjallar ítarlega um þetta mál og þær aðferðir sem talið er að notaðar hafi verið við hinn meinta fjárdrátt á vef sínum í dag.