Nýjast á Local Suðurnes

Halda námskeið um uppeldi barna með ADHD

Sálfræðingar skólaþjónustu Reykjanesbæjar halda námskeið fyrir foreldra barna sem hafa hamlandi einkenni ofvirkni og/eða athyglisbrest (ADHD) samkvæmt formlegri skimun eða fullnaðargreiningu. Efni námskeiðsins hentar best fyrir foreldra barna á aldrinum 5-12 ára, sem ekki hafa margar eða flóknar fylgiraskanir.  Kennsla fer fram  á mánudögum  á tímabilinu 29. janúar til 12. mars kl. 17:00 – 19:00, að 5. mars undanskildum.

Tilgangur námskeiðsins er að fræða foreldra um áhrif ADHD á tilveru barna og styðja þá í að tileinka sér uppeldisaðferðir sem henta börnum með ADHD. Foreldrar skoða núverandi stöðu, gera áætlanir og framfylgja þeim til að taka á eða fyrirbyggja ýmsan vanda sem algengt er að upp komi. Markmiðið er að foreldrar læri hagnýtar og sannreyndar aðferðir sem nýtast þeim til lengri tíma.

Námskeiðið er haldið í Fjölskyldusetrinu Skólavegi 1 og eru leiðbeinendur Einar Trausti Einarsson og Kristín Guðrún Reynisdóttir sálfræðingar.

Allar nánari upplýsingar um verð og skráningu má finna hér.