Nýjast á Local Suðurnes

Víðis-hundur laumaðist á æfingu hjá nágrannaliðinu

Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir eiganda hundsins Sóma á samfélagsmiðlum á dögunum, en sá var einn á vappi í Reykjaneshöllinni.

Eigandinn fannst fljótlega og kom í ljós að Sómi er fyrrum “leikmaður” knattspyrnudeildar Víðis í Garðinum sem laumaðist á aukaæfingar í höll þeirra Keflvíkinga og Njarðvíkinga.

Lögreglan á Suðurnesjum sem fór með rannsókn þessa áhugaverða máls bendir á að hér hafi verið um nokkuð alvarlegt mál að ræða þar sem félagaskiptaglugginn sé lokaður um þessar mundir. Lögreglan beitti þó ekki sektarákvæðum að þessu sinni en ítrekaði að félagaskiptaglugginn opnar á ný í janúar.