Nýjast á Local Suðurnes

Fannar heldur bæjarstjórastólnum

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti að fela bæjarráði að ganga til samninga við Fannar Jónasson, núverandi bæjarstjóra, um endurnýjun á samningi hans við bæinn til næstu fjögurra ára.

Alls bárustu 20 umsóknir um stöðuna, en umsóknarfrestur um starfið var til 11. júlí og ráðninga- og ráðgjafafyrirtækið Hagvangur hélt utan um ferlið.

Umsækjendur í stafrófsröð:

Anna Greta Ólafsdóttir – Stofnandi og sérfræðingur stjórnendalausna

Ármann Jóhannesson – Ráðgjafi

Áróra Jóhannsdóttir – Eigandi / sölumaður

Baldur Þ. Guðmundsson – Útibússtjóri

Bjarni Óskar Halldórsson – Framkvæmdastjóri

Björn Ingi Jónsson – Bæjarstjóri

Fannar Jónasson – Bæjarstjóri

Guðrún Pálsdóttir – Verkefnastjóri

Gunnar Bjornsson – Forseti í fullu starfi / verkefnastjóri

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir – Nefndarmaður

Matthias Magnusson – Framkvæmdastjóri

Ólafur Örn Ólafsson – Fv. bæjarstjóri

Ómar Smári Ármannsson – Aðstoðaryfirlögregluþjónn

Rebekka Hilmarsdóttir – Lögfræðingur/Staðgengill skrifstofustjóra

Regina Fanny Gudmundsdóttir – Deildarstjóri reikningshalds

Sveinbjörn Freyr Arnaldsson – Framkvæmdastjóri

Valdimar Leó Friðriksson – Framkvæmdastjóri

Þórður Valdimarsson – Verkefnastjóri

Þorsteinn Gunnarsson – Sveitarstjóri

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir – Framkvæmdastjóri íþróttasviðs

Fannar hefur verið bæjarstjóri Grindavíkurbæjar frá janúar 2017.