Nýjast á Local Suðurnes

Líkur á gasmengun í Reykjanesbæ

Í dag 20 júlí eru líkur á að gasmengun berist frá eldgosinu yfir Reykjanesbæ vegna veðurskilyrða.

Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með loftgæðum á heimasíðunni www.loftgaedi.is en þar er einnig að finna ráðleggingar um viðbrögð við slæmum loftgæðum, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.