Nýjast á Local Suðurnes

Nýr bæjarstjóri Grindavíkur kynntur til leiks á fimmtudag

Til stóð að kynna nýjan bæjarstjóra Grindavíkur til leiks á bæjarstjórnarfundi í dag, en samkvæmt heimildum Suðurnes.net hefur þegar verið gengið frá ráðningu í stöðuna.

Venjan er að fundir bæjarstjórnar fari fram á síðasta þriðjudegi hvers mánaðar, en fundinum sem fram átti að fara í dag hefur verið frestað til fimmtudags og væntanlega verður nýr bæjarstjóri kynntur þá. Staða bæjarstjóra var auglýst eftir að starfslokasamningur náðist við Róbert Ragnarsson, fráfarandi bæjarstjóra, en 22 aðilar sóttu um stöðuna, 20 karlar og tvær konur.

Eftirfarandi aðilar sóttu um stöðu bæjarstjóra:

Ármann Jóhannesson
Ásgeir Jónsson
Birgir Finnbogason
Ester Sveinbjarnardóttir
Eyþór Björnsson
Fannar Jónasson
Fanney Gunnlaugsdóttir
Finnbogi Reynir Alfreðsson
Finnur Þ. Gunnþórsson
Hallur Magnússon
Indriði Jósafatsson
Jón Guðmundur Ottósson
Lárus Elíasson
Lárus Páll Pálsson
Ólafur Kjartansson
Ólafur Þór Ólafsson
Páll Línberg Sigurðsson
Páll Valur Björnsson
Sindri Ólafsson
Stefán Ómar Jónsson
Sveinbjörn Freyr Arnaldsson
Þorsteinn Þorsteinsson