Nýjast á Local Suðurnes

Byggja 37 íbúðir til útleigu til handa öryrkjum

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brynju leigufélags, rituðu undir viljayfirlýsingu um byggingu íbúða sem ætlaðar eru til útleigu til handa öryrkjum í Reykjanesbæ.

Byggist áætlun þeirra meðal annars á því að hægt sé að fá mótframlag frá ríki og sveitarfélagi uppá 30% byggingarkostnaðar. Afgangurinn er síðan fjármagnaður með fjármagni sem Brynja leigufélag setur í verkið.

Brynja leigufélag áformar að stækka íbúðasafn sitt á svæðinu um 37 íbúðir á tímabilinu 2023-2026. Nú þegar hafa 7 íbúðir verið afhentar til útleigu með afhendingu húsnæðis að Stapavöllum á dögunum.