Nýjast á Local Suðurnes

Gylfi Már verður aðstoðardómari í lokaleik Spánar fyrir EM

Gylfi Már er lengst til vinstri á myndinni - Mynd: KR

Gylfi Már Sigurðsson, knattspyrnudómari úr Njarðvík, mun verða aðstoðardómari í leik Spánar og Georgíu þann 7. júní næstkomandi. Leikurinn er lokaleikur spánverja í undirbúningnum fyrir EM, sem fram fer í Frakklandi um miðjan júní.

Leikurinn fer fram á Coliseum Alfonso Perez, heimavelli Getafe á Spáni og mun Gylfi Már vera Vilhjálmi Þórarinssyni til aðstoðar í leiknum ásamt Gunnari Gunnarssyni.