Nýjast á Local Suðurnes

Röð út úr dyrum við opnun Dunkin’ Donuts á Fitjum

Glænýtt Dunkin’ Donuts–kaffihús var opnað á Fitjum í dag og beið fjöldi fólks við staðinn þegar hann opnaði. Til mikils var að vinna fyrir þá sem lögðu biðina á sig, eins og jafnan þegar nýjir Dunkin staðir eru opnaðir, en þeir fyrstu áttu möguleika á að fá ársbirgðir af kleinuhringjum, 10 bolla kaffikort eða troðfullan kleinuhringjakassa.

Dunkin’ Donuts staðurinn á Fitjum er hluti af 10-11 versluninni sem þar er staðsett, en þar er einnig að finna veitingastaðinn Ginger sem opnaði á sama tíma.

dunkin

 

dunkin1