Nýjast á Local Suðurnes

Sigrar hjá Keflavík og Grindavík í kvennaboltanum

Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík unnu leiki sína í 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld, Grindavík lagði Afturelingu að velli í Mosfellsbæ, með fjórum mörkum gegn einu. Lauren Brennan skoraði tvö marka Grindavíkur og þær Anna Þórunn Guðmundsóttir og Linda Eshun sitt markið hvor. Grindavíkurstúlkur eru í efsta sæti deildarinnar.

Keflvíkingar unnu mikilvægan sigur á Fjölni á Nettó-vellinum, 2-0. Sólveig Lind Magnúsdóttir skoraði fyrra mark Keflavíkur eftir um 20 mínútna leik og Aníta Lind Daníelsdóttir bætti því síðara við rétt fyrir leikhlé. Sigurinn kemur Keflvíkingum í þriðja sæti deildarinnar.