Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi og félagar í bikarúrslitin eftir háspennuleik

Arnór Ingvi Traustason og félagar hans í austurríska liðinu Rapíd Vín eru komnir í bikarúrslit þar í landi. Liðið leikur gegn Red Bull Salzburg í úrslitunum.

Rapid Vín mætti Lask Linz í undanúrslitum í gærkvöldi, í stórskemmtilegum leik, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum, eftir mikla dramatík þar sem tvö mörk komu í uppbótartíma. Arnór Ingvi spilaði allan leikinn, en hann er á sínu fyrsta heila tímabili hjá Rapíd Vín.