Nýjast á Local Suðurnes

Vetrarlegt helgarveður – Hlýnar nokkuð varanlega eftir helgi

Búast má við slyddu eða jafnvel snjókomu suðvestantil á landinu í dag og á morgun, en eftir helgi má gera ráð fyrir að það fari aftur að hlýna og þá nokkuð varanlega. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

„Það verður heldur vetrarlegt veður á fimmtudag og á föstudag en svo hlýnar á sunnudeginum og útlit fyrir nokkuð hlýtt og gott veður eftir helgi,“ segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.