Nýjast á Local Suðurnes

Þriggja leikja bann fyrir olnbogaskot

Dominique Elliot, leikmaður Keflavíkur í körfuknattleik hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann vegna háttsemi sinnar í leik Þór Þorlákshafnar gegn Keflavík í Dominos deild karla sem leikinn var þann 2. febrúar 2018.

Með kæru dómaranefndar KKÍ sem send var inn til aganefndar þann 4. febrúar fylgdi myndband af hinu kærða atviki. Kom fram af hálfu dómaranefndar að í myndbandinu sæist hvernig hinn kærði slái leikmann Þórs Þorlákshöfn í höfuðið. Í kærunni segir að dómarar leiksins hafi ekki séð atvikið og dæmdu því ekkert.

Engar athugasemdir bárust frá hinum kærða eða félagi hans.