Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjafólk fær frítt í sund

Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær bjóða íbúum Suðurnesja frítt í sund. Hafnarfjörður í allar þrjár sundlaugar bæjarins og Kópavogur í sundlaug Kópavogs og Salalaug. 

Upplýsingar um opnunartíma má finna á heimasíðum sveitarfélaganna tveggja.

Þá hefur Reykjavíkurborg ákveðið að fylgja fordæmi Hafnafjarðar og Kópavogs og bjóða það sama samkvæmt frétt mbl.is.