Nýjast á Local Suðurnes

Skautasvell á gamla malarvellinum

Starfsmenn Reykjanesbæjar voru ekki lengi að setja upp skautasvell í bænum eftir að málið hafði verið kannað óformlega á meðal bæjarbúa.

Nokkur hundruð manns tóku þátt í könnuninni sem birt var á fésbókarsíðu sem ætluð er íbúum Reykjanesbæjar í gær. Í dag tilkynnti svo sviðsstjóri umhverfis-og skipulagssviðs Reykjanesbæjar að verið væri að gera svellið klárt á gamla malarvellinum við Hringbraut. Líklegt er að opnað verði fyrir notkun á svellinu um helgina þar sem spáð er miklu frosti.