Nýjast á Local Suðurnes

Veittu viðurkenningar fyrir umhverfismál

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar veitir árlega viðurkenningar í umhverfismálum og gefst íbúum kostur á að tilnefnda þá sem þeim þykir skara framúr. Tilnefningar í ár voru fjölmargar og virkilega úr vöndu að velja.

Í nefndinni í ár voru þau Róbert Jóhann Guðmundsson formaður ráðsins, Helga María Finnbjörnsdóttir og Jóhann Gunnar Sigmarsson. Þeim til halds og traust voru þær Margrét Lilja Margeirsdóttir og Berglind Ásgeirsdóttir, starfsmenn umhverfis og skipulagssviðs.

Viðurkenningar í ár hlutu:

Hafdís Garðarsdóttir og Einar Jónsson fyrir garð sinn að Borgarvegi 26.
Viðurkenning á fallegum einkagarði, en þess má geta að þau hlutu einnig verðlaun 1981 fyrir fegursta garð Njarðvíkur.

Árdís Lára Gísladóttir og Sveinn Helgason fyrir garð sinn að Svölutjörn 12.
Viðurkenning fyrir fallegan einkagarð.

Reykjanes Investment ehf, fyrir Miðtún 2.
Viðurkenning fyrir fallega endurbyggingu á eldra húsi.

Kristín Anna Sæmundsdóttir og Gunnar Veigar Ómarsson.
Vel heppnað viðhald á eldra húsi, Loftstaðir Klapparstíg 9, Keflavík.


Art Land – Seweryn Chwala veggistamaður fyrir skemmtileg umhverfislistaverk í bænum sem er að finna meðal annars við 88 húsið, Pakkhúsið og nýjasta verkið við Bakkastíg 22.

Þorleifur Gunnlaugsson/ og verktakar Römpum upp Ísland fyrir verkefni sín í Reyjanesbæ.