Nýjast á Local Suðurnes

Ballet og yoga í Pop Up portinu við Svarta pakkhúsið

Það verður nóg um að vera í POP UP PORTINU, við Svarta pakkhúsið í dag. Þar spretta upp ýmsir skemmtilegir viðburðir fyrir gesti og gangandi að njóta. Athugið að dagskrá getur breyst meðal annars vegna veðurs, enda er þetta POP UP svo allt getur gerst.

14:30 Dansarar frá Bryn Ballett Akademíunni
15:00 Pop up yoga með Önnu Margréti – allir með!
15:30 Dansarar frá Danskompaní
16:00 Hópdans eldri borgara undir stjórn Eyglóar Alexandersdóttur
16:30 Blómarósirnar. Sara Dögg Gylfadóttir og Birna Rúnarsdóttir leika og syngja falleg lög