Nýjast á Local Suðurnes

Fara fram á að björgunarsveitarmenn vinni upp í styrki

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Landsbjörg

Kristinn Björgvinsson formaður Björgunarsveitarinnar Skyggnis í Vogum birti á dögunum færslu á Face­book þar sem sam­skipti björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar og sveit­ar­fé­lags­ins Voga varðandi styrkveitingar eru rakin. Færsl­an hef­ur vakið töluverða at­hygli en þar seg­ir Krist­inn að sveit­ar­fé­lagið vilji ekki leng­ur styrkja björg­un­ar­sveit­ina nema á móti komi beint vinnu­fram­lag.

Þá segir Kristinn í pistli sínum að þessi styrkur myndi ekki nægja fyrir launa og tækjakostnaði við þá vinnu sem sveitarfélagið fer fram á. Pistilinn má finna í heild sinni hér fyrir neðan:

Kæru íbúar Sveitarfélagsins Voga og aðrir stuðningsmenn.

Í ljósi þeirrar umræðu sem virðist vera að eiga sér stað vill ég koma eftirfarandi á framfæri.

Sveitarfélagið Vogar hefur ætíð stutt við bak Björgunarsveitarinnar skyggnis á einn eða annan hátt í gegnum árin og kann Björgunarsveitin þeim bestu þakkir fyrir það.

Í mörg ár hefur verið flugeldasýning á þrettándanum sem og á fjölskyldudegi Sveitarfélagsins, það er mikill misskilningur að sveitarfélagið styrki björgunarsveitina með þessum sýningum þeir borga fyrir skoteldana sem við seljum þeim á kostnaðarverði ásamt því efni sem þarf til að koma þeim í loftið hefur kostnaður verið færður sem styrkur í bókhaldi en er í raun vörukaup, á móti leggur Björgunarsveitin til alla vinnu við sýningarnar. Sveitarfélagið ákvað að hafa ekki flugeldasýningu í ár og er þeim frjálst að taka þá ákvörðun þó hún sé tekin án samráðs við þau félagasamtök sem standa að þessum hátíðarhöldum.

Það er ekkert leyndarmál að árið 2015 er styrkur til Skyggnis upp á ca 2.060.000 kr af þessum peningum fara 800.000 í flugeldasýningar eftir stendur styrkur upp á ca 1.200.000 kr sem við fáum í styrk fyrir fasteignagjöldum og öðrum rekstrarkostnaði.

Ekki má gleyma því að til að fá þennan styrk þurfa félagsmenn í björgunarsveitinni að standa vaktina á fjölskyldudögum útbúa flugeldasýningar sjá um áramótabrennuna og standa klárir að taka þátt í öllum viðburðum innan sveitarfélagsins þetta telur marga tíma sem félagar björgunarsveitarinnar hafa innt af hendi í sjálboðavinnu með bros á vör í mörg ár.

En nú hefur tíðarandinn breyst fólk er farið að líta á hlutina öðrum augum. þessi styrkur sem eftir stendur myndi ekki nægja fyrir launa og tækjakostnaði við þá vinnu sem farið er fram á ef dæmið væri rétt reiknað er það þess vegna sem slit urðu á samstarfi Skyggnis og Sveitarfélagsins Voga, félagar vilja gefa vinnu sína í almannaþágu en ekki sem ódýrt vinnuafl til hins opinbera.

Björgunarsveitarmenn og konur eru ávalt reiðubúinn að fórna sér og sínum tíma í þágu almennings og til almannaheilla við erum yfirleitt úti þegar aðrir eru inni það fyllir fólk öryggi að vita að við séum til staðar ef aðstoðar er þörf og erum við ávalt til taks að takast á við krefjandi verkefni.

Kristinn Björgvinsson
Formaður Björgunarsveitarinnar Skyggnis