Nýjast á Local Suðurnes

Skemmtileg körfuboltatölfræði: Brenton sá eini sem hefur náð fjórfaldri tvennu í efstu deild

Mynd: KKÍ

Tölfræði getur verið skemmtileg, og það er nokkuð sem síðuhaldarar vestfirska körfuboltavefjarins Fúsijama.tv hafa gaman af að skoða. Þeir Fúsijamafélagar lögðu í mikla rannsóknarvinnu á dögunum og fundu út að örfáir einstaklingar hafa náð að setja fjórfalda tvennu í leik í efstu deild körfuboltans hér á landi.

Fjórföld tvenna er sjaldgæft afrek í körfubolta, segir á síðu Fúsijama, en það er þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í fjórum af eftirfarandi fimm tölfræðiþáttum: stigum, fráköstum, stoðsendingum, vörðum skotum og stolnum boltum.

Í lauslegri rannsóknarvinnu Vestfirðinganna sem halda úti vefnum, kemur í ljós að einungis fjórir leikmenn hafa náð þessu afreki í leik á milli liða úr efstu deild í deild-, bikar- eða úrslitakeppni. Í úttekt þeirra kemur einnig fram að í öllum leikjunum, að einum undanskildum koma lið af Suðurnesjum við sögu.

Brenton Birmingham náði þessu afreki, með árs millibili, bæði skiptin í úrslitakeppni, árið 2000 með Grindavík í leik gegn Keflavík og aftur árið 2001 í leik með Njarðvík gegn Tindastóli.

Dags. Nafn Deild Fyrir Móti Stig Frák. Stoð. Stol.
15.10.96 Penny Peppas Úrvalsd. kvk Grindavík ÍR 52 16 11 10
16.03.00 Brenton Birmingham Úrslitakeppni kk Grindavík Keflavík 17 14 10 10
17.03.01 Brenton Birmingham Úrslitakeppni kk Njarðvík Tindastóll 28 10 11 11
10.11.05 Reshea Bristol Úrvalsd. kvk Keflavík Grindavík 30 16 10 10
25.09.09 Heather Ezell Poweradebikar kvk Haukar Njarðvík 24 13 10 10
09.01.10 Heather Ezell Úrvalsd. kvk Haukar Valur 25 15 11 10