Nýjast á Local Suðurnes

Spennandi tækifæri á Suðurnesjum – Fjölmörg fyrirtæki til sölu

Þó nokkuð hefur verið um að fyrirtæki hafi verið auglýst til sölu á Suðurnesjum undanfarin misseri og ljóst að tækifæri eru til staðar fyrir rétta aðila í rekstri. Þannig má finna skyndibitastaði, verslanir, veitingastað og gistiheimili á söluskrám svo eitthvað sé nefnt.

Einn vinsælasti og best búni skyndibitastaður Suðurnesja er til sölu, líkt og áður hefur verið greint frá. Fyrirtækið er rekið í eigin húsnæði og er með alhliða veitingasölu með eina best búnu og  söluhæstu ísbúð á landinu. Staðurinn býður að auki pizzur, pylsur, lokur, fiskrétti og hamborgara.

Lítið fyrirtæki í skiltagerð, staðsett í Reykjanesbæ er til sölu, fyrirtækið er í 43 fermetra húsnæði með millilofti. Fyrirtækið getur verið til sölu með eða án húsnæðis. Húsnæðisþörf er 40-70fermetrar. Innifalið í verði er allt sem tilheyrir skiltagerð.

Sólbaðsstofan Sunny Kef við Hafnargötu 35 í Reykjanesbæ er til sölu, en stofan er í nýlega innréttuðu leiguhúsnæði og eru tveir nýjir Megasun bekkir og eldri Ergoline bekkur með nýlegum perum innifaldir í verðinu. 
Reksturinn býður upp á gott tekjustreymi, samkvæmt auglýsingu sem sjá má hér.

Einn vinsælasti veitingastaður á Suðuirnesjum, Vitinn hefur verið auglýstur til sölu. Vitinn er rúmlega 35 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki og einn vinsælasti veitingastaðurinn á Suðurnesjum. Vitinn er staðsettur í Sandgerði á Reykjanesi í miðjum Unesco Geopark, segir í sölulýsingu.

Rekstur matvöruverslunarinnar Kosts í Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar hefur verið auglýstur til sölu. Verslunin á langa viðskiptasölu að baki, en verslun hefur verið rekin á mótum Holtsgötu og Borgarvegar um áratuga skeið.

Gistiheimili í hótel gæðaflokki sem hefur verið starfrækt í 16 ár í eigu sömu aðila er einnig til sölu, en staðsetning er í aðeins um 5 mínútna akstri frá flugvelli. Gistiaðstaða í 19 herbergjum fyrir 55-60 manns, auk 108 fermetra íbúðarhæðar sem er áföst gistiheimilinu.